Nýkjörnir bæjarfulltrúar lesa ritningarlestra

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Hveragerði. Ljósmynd / Mats Wibe Lund

Það verður margt um að vera í Hveragerði á 17. júní en meðal annars verður hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni kl. 11:00.

Þar mun séra Kristján Björnsson, nýkjörinn vígslubiskup í Skálholti, prédika og Jón Ragnarsson sóknarprestur þjónar fyrir altari.

Nýkjörnir bæjarfulltrúar munu lesa ritningarlestra og Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna leiðir söng undir stjórn Jóns Bjarnasonar. 

Hvergerðingar eru hvattir til að eiga góða stund í Guðshúsi og fagna lýðveldinu og fullveldi í hundrað ár.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti