Vegferð til velferðar - Skólakerfið, þróun og staða

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Bókasafn Árborgar á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Norræna félagið stendur fyrir fyrirlestri á Bókasafni Árborgar á Selfossi fimmtudaginn 26. apríl kl. 20:00. Fyrirlesturinn er hluti af afmælisdagskrá 100 ára fullveldis Íslands.

Hvernig hefur menntunarstig þjóðarinnar verið síðastliðin 100 ár - hvað hefur breyst? Samanburður á breytingum á Íslandi og hinum Norðurlöndunum og sú þróun sem á sér stað. Hvernig lítur menntakerfi framtíðar út? Hvað með tungumálið, þ.e. staða dönskunnar á Íslandi í dag? 

Fyrirlesturinn er í höndum Þorláks Helgasonar, formanns Menntanefndar Norræna félagsins og formanns deildar félagsins á Selfossi.

Fyrirlesturinn er hluti af verkefni Norræna félagsins Vegferð til velferðar - 100 ára fullveldi Íslands.

Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti