Úlfar ævintýranna á Sólheimum

Það er hefð fyrir því að Leikfélag Sólheima frumsýni á sumardaginn fyrsta. Á því verður engin breyting í ár og verður frumsýnt nýtt íslenskt barnaleikrit, „Úlfar ævintýranna“.

Höfundur er leikstjórinn Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson og tónlistina semur Hallbjörn V. Rúnarsson forstöðuþroskaþjálfi á Sólheimum.

Í Úlfi ævintýranna eru sett saman fjögur þekkt ævintýri, Rauðhetta, Grísirnir þrír, Sætabrauðsdrengurinn og Úlfur Úlfur.

Rúmur helmingur íbúa og starfsmanna Sólheima koma á einhvern hátt að sýningunni. Sýnt verður í Íþróttaleikhúsinu á Sólheimum.

Frumsýning er fimmtudaginn 19. apríl og næstu sýningar eru 21. og 22. apríl, 28. og 29. apríl og lokasýning verður 1. maí Allar sýningar byrja kl. 14:00 nema sýningin 28. apríl, hún hefst kl. 16:00. Sýningin tekur um klukkustund.

Fyrri greinRangæingar fengu skell í bikarnum
Næsta greinMálþingið „Máttur víðernanna“ á sumardaginn fyrsta