Ljósmyndasýning á 20 ára afmæli Árborgar

Sveitarfélagið Árborg mun opna ljósmyndasýningu í tengslum við 20 ára afmæli sveitarfélagsins á Vor í Árborg í apríl 2018.

Á sýningunni er ætlunin að vera með brot af því besta af mannlífi Árborgar í þessi 20 ár.

Magnús Hlynur Hreiðarsson sér um sýninguna og óskar hann eftir myndum á sýninguna frá íbúum sem sýna fólk og viðburði við hin ýmsu tækifæri á árunum 1998 til 2018. Myndir þurfa að vera í góðri upplausn þannig að þær þoli stækkun. Ekki verður greitt fyrir myndir en nafn ljósmyndara verður getið.

Nauðsynlegt er að það fylgi stutt lýsing með hverri mynd, t.d. hvenær hún var tekin og við hvaða tilefni. Valið verður úr innsendum myndum til að vera á sýningunni sem mun standa uppi í nokkrar vikur.

Hægt að senda mynd eða myndir á netfangið magnushlynurh@gmail.com fyrir 1. apríl næstkomandi en Magnús gefur einnig allar nánari upplýsingar.

Fyrri greinByssusýningin um næstu helgi
Næsta greinGáfu fjölbrautaskólanum glæsilegt málverk