Glanni Glæpur á sviðinu í Hveragerði

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Íþróttaálfurinn, Solla Stirða og Glanni Glæpur verða á sviðinu í Hveragerði næstu vikurnar.

Leikfélag Hveragerðis frumsýnir á morgun leikritið Glanni Glæpur í Latabæ eftir Magnús Scheving og Sigurð Sigurjónsson í Leikhúsinu Austurmörk 23.

Söngtextar í sýningunni eru eftir Karl Ágúst Úlfsson og tónlistin eftir Mána Svavarsson. Leikstjóri er Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson.

Þegar hafa verið auglýstar sex sýningar, á laugardögum og sunnudögum fram í febrúar.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti