Nýrri bók fagnað í MÍR salnum

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image

Fimmtudagskvöldið 18. janúar boða MÍR og Bókaútgáfan Sæmundur til fagnaðar í MÍR salnum í tilefni af útkomu bókarinnar „Stalín - ævi og aldurtili“.

Höfundur er hinn merki sagnfræðingur og sjónvarpsmaður í Moskvu, Edvard Radzinskij en Haukur Jóhannsson þýddi úr rússnesku. 

Bókin, sem er afrakstur áratuga rannsókna, hefur hlotið mikla athygli á heimsvísu. Í henni koma fram áður óþekktar upplýsingar og kenningar um hinn sögufræga og kaldrifjaða harðstjóra. MÍR, menningartengsl Íslands og Rússlands eru styrktaraðili útgáfunnar. 

Samkoman í MÍR salnum hefst klukkan 20:30 og þar mun sendiráðsritari Oksana Mikhaylovan flytja ávarp fyrir hönd sendiherra Rússa á Íslandi. Þá verður lesið úr þýðingu Hauks og þýðandi segir frá verkinu. Bókin verður seld á sérkjörum og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Veitingar í boði útgefanda.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti