Opið hús í leikhúsinu við Sigtún

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Úr sýningunni Hið dularfulla hvarf hollvinafélagsins, sem Leikfélag Selfoss setti upp árið 2011. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þann 9. janúar síðasliðinn varð Leikfélag Selfoss 60 ára. Í tilefni tímamótanna verður opið hús laugardaginn 13. janúar kl. 11:00 - 13:00 í Litla leikhúsinu við Sigtún.

Þar verður kaffi á könnunni, vöfflur og skemmtilegt fólk.

Hægt verður að fræðast um félagið, söguna og starfið. Fullt af myndum úr starfinu gegnum árin verður til sýnis auk þess sem tækifæri gefst til að sjá næsta verk í vinnuferli fyrir opnum tjöldum frá kl. 12:30-13:00.


Leikhúsið við Sigtún.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti