Hvar er Jónas? - Á Hvolsvelli!

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Midgard Base Camp á Hvolsvelli.

Í kvöld, mánudaginn 18. desember, mun hljómsveitin Hvar er Jónas? halda jólatónleika á Midgard Base Camp á Hvolsvelli.

Söngvarar hópsins eru þeir Pétur Oddbergur Heimisson og Bjarni Guðmundsson sem hafa heimsótt Suðurlandið síðustu ár með sönghópnum Olgu. Bjarni Guðmundsson á ættir sínar að rekja á Hellu.

Jón Elísson leikur á hljómborð, Grímar Helgason á klarinett og Sigmar Matthíasson á kontrabassa og Bjarni mun grípa í gítarinn ef tækifæri gefst til.

Flutt verða létt jólalög í bland við nokkur klassísk. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi og strákarnir lofa skemmtilegu kvöldi.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og aðgangseyrir er kr. 2.000,  hægt verður að greiða með korti. 

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti