Aðventukvöld Líflands á Hvolsvelli

Verslun Líflands á Hvolsvelli.

Lífland hefur haft þá hefð undanfarin ár að vera með aðventukvöld í verslunum sínum í byrjun desember. Á þessum kvöldum er lífleg og skemmtileg jólastemming með tónlist og léttum veitingum.

Í fyrstu voru þau aðeins haldin í Reykjavík en eftir því sem verslunum hefur fjölgað um landið hefur hefðin breiðst út og verða nú haldin aðventukvöld á Hvolsvelli, Reykjavík, Borgarnesi og á Akureyri.

Aðventukvöld Líflands á Hvolsvelli verðu haldið fimmtudagskvöldið 7. desember á milli kl. 19 :00 og 22:00.

„Dúettinn Hlynur og Sæbjörg koma og syngja vel valin lög og halda uppi stemmingunni en einnig verða frábærir afslættir í boði, aðeins þetta eina kvöld. Það eru allir velkomnir á þennan viðburð og við vonumst til þess að sem flestir gefi sér tíma til þess að kíkja við hjá okkur og njóta léttra veitinga og ljúfra tóna,“ sagði Dagmar Íris Gylfadóttir, markaðsstjóri Líflands, í samtali við sunnlenska.is.

Fyrri greinÞrjú hálkuslys tilkynnt til lögreglu
Næsta greinFannar fékk framfaraverðlaunin