Skemmtilegt upplestrarkvöld í Bókakaffinu

Það stefnir í skemmtilegt upplestrarkvöld í Bókakaffinu fimmtudagskvöldið 7. desember þar sem meðal höfunda eru þau Hallgrímur Helgason ljóðskáld og staðarvertinn Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld.

Að vanda opnar húsið klukkan átta en lestur hefst hálftíma síðar og stendur í klukkustund. Höfundarnir sem fram koma eru annars þessir:

Hákon Behrens með skáldsöguna Sauðfjárávarpið.

Halldór Friðrik Þorsteinsson með ferðasögurnar Rétt undir sólinni.

Sigurður Karlsson sem les úr þýðingu sinni á Predikarastelpunni eftir Tapio Koivukari.

Jónas Reynir Gunnarsson sem les úr skáldsögu sinni Millilendingu.

Elín Gunnlaugsdóttir kynnir disk sinn Albúm.

Hallgrímur Helgason les úr ljóðabók sinni Fiskur af himni.

Allar bækurnar sem lesið er úr eru á tilboðsverði og sannkölluð jólastemmning yfir kakóbolla.

Fyrri greinJólasveinarnir koma á Selfossi
Næsta greinFylgjast með ástandi ökumanna í desember-umferðinni