Mmm-kvöld; mál, mynd og músík

Árleg jóladagskrá Bókasafnsins í Hveragerði og Listasafns Árnesinga verður haldin í listasafninu á fullveldisdaginn föstudaginn 1. desember líkt og venjulega kl. 20.

Þá munu rithöfundarnir Guðmundur S. Brynjólfsson, Kristín Steinsdóttir, Þórarin Leifsson, Hildur Hákonardóttir og Þorvaldur Kristinsson lesa úr nýútkomnum bókum. Sönghópurinn Lóurnar flytja jólalög raddað án undirleiks, brugðið verður á leik með Helgu Jóhannesdóttur í tengslum við bók hennar Litagleði og í safninu er myndlistarsýningin Verulegar, Brynhildur Þorgeirsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir til sýnis.

Það eru allir velkomnir á þessa aðventu- og fullveldishátíð sem virkjar skilningarvitin sjón, heyrn, snertingu, lykt og bragð. Dagskráin er styrkt af Uppbyggingasjóði Suðurlands, aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á kaffi og piparkökur.

Fyrri greinEva Banton í Selfoss
Næsta greinVISS kemst í jólaskap