Útgáfuhátíð fjögurra bóka

Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi efnir til útgáfuhátíðar fjögurra nýrra bóka í Safnaðarheimili Grensáskirkju mánudagskvöldið 30. október.

Höfundarnir sem stíga á stokk eru Þórður Tómasson sem sendir frá sér bókina Um þjóðfræði mannslíkamans, Guðfinna Ragnarsdóttir með bókina Sagnaþættir Guðfinnu, Valgeir Ómar Jónsson með bókina Vitavörðurinn og Garðar Olgeirsson með bókina Ævintýri Stebba.

Húsið opnar klukkan 20 og eru allir velkomnir. Ókeypis veitingar í boði útgefanda.

Fyrri greinGrænmetislasagne sem kemur öllum í gott skap
Næsta grein„Mjög spennt fyrir fyrstu Hrekkjavöku Selfyssinga“