Selfosstónar í kirkjunni í kvöld

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Selfosskirkja.

Í kvöld, fimmtudaginn 26. október kl. 20:00, verða tónleikar í Selfosskirkju þar sem tónlistarsaga svæðisins verður rifjuð upp í tilefni af 70 ára afmæli Selfossbæjar. Sérstök áhersla verður lögð á kóra- og tónlistarskólastarfið.

Tónlistarstjóri er Jóhann Stefánsson og fram koma meðal annars Karlakór Selfoss, Jórukórinn, Kirkjukór Selfosskirkju og Lúðrasveit Selfoss. Á milli tónlistaratriða verður sagan rifjuð upp í lifandi frásögn Hjartar Þórarinssonar.

Heiðursgestir kvöldsins eru Ásgeir Sigurðsson og Jón Ingi Sigurmundsson og kynnir er Björn Ingi Gíslason.

Frítt er inn á viðburðinn.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti