Karitas Harpa í kvöldmessu

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Karitas Harpa Davíðsdóttir.

Í kvöld, sunnudaginn 22. október kl. 20, mun Karitas Harpa Davíðsdóttir syngja í kvöldmessu í Selfosskirkju.

Karitas syngur við undirleik Stefáns Þorleifssonar en prestur sr. Ninna Sif Svavarsdóttir.

Kvöldmessur í Selfosskirkju eru notalegar og nærandi stundir þar sem hið hefðbundna messuform er brotið upp. Í aðalhlutverki er falleg tónlist og orð Guðs sem byggir upp og nærir.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti