Brautryðjendur heiðraðir í Selfosskirkju

Föstudaginn 6. október kl. 20 verða tónleikarnir „Brautryðjendur 2“ haldnir í Selfosskirkju.

Það eru listamenn í fremstu röð sem standa að þessum tónleikum til að heiðra þrjá brautryðjendur í óperusöng, þau Guðmundu Elíasdóttur, Stefán Íslandi og Ingveldi Hjaltested. Öll voru þau dáðir söngvarar fyrr á árum og meðal brautryðjenda í óperusöng.

Söngvarar á tónleikunum eru Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Signý Sæmundsdóttir og Egill Árni Pálsson. Hljóðfæraleikarar eru Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari og Ólafur B. Ólafsson harmonikkuleikari.

Sem fyrr segir hefjast tónleikarnir kl. 20:00 og aðgangseyrir er 2.500 krónur.

Fyrri greinBleika slaufan
Næsta greinTæpt í lokin en gestirnir fögnuðu