Feðgar á ferð og flugi

Miðvikudaginn 4. október næstkomandi kl.19.30 heldur Kammerkór Seltjarnarneskirkju hausttónleika í Skálholtskirkju.

Stjórnandi er Friðrik Vignir Stefánsson organisti Seltjarnarneskirkju.

Í Kammerkórnum er söngfólk sem hefur ýmist lokið söngnámi eða hefur mikla kórreynslu. Kórinn hefur hefur mörg síðustu ár staðið að frumflutningi margra kórverka, í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Kórinn heldur tónleika að jafnaði þrisvar á ári.

Með kórnum leika Renata Ivan á orgel, Páll Einarsson á selló og Kjartan Guðnason á kontrabassa. Ellefu kórfélagar syngja einsöng í verkunum.

Á efnisskránni eru íslensk, norsk og sænsk kórverk frá ýmsum tímum. Að auki flytur kammerkórinn tvær mótettur með hljómsveit: “Unser Leben ist ein Schatten” eftir Johann Ambroisus Bach og “Jesu meine Freude” eftir Johann Sebastian Bach. Sá fyrrnefndi var faðir J.S.Bach.

Eins og áður sagði hefjast tónleikarnir kl.19.30. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Börn og eldri borgarar frítt. Allir velkomnir.

Fyrri greinAð greinast með krabbamein
Næsta greinJasmina leiðir lista BF