Tvær úr Tungunum á laugardag

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Stuðlabandið leikur fyrir dansi í Aratungu.

Sveitahátíðin Tvær úr Tungunum verður haldin laugardaginn 19. ágúst í Reykholti Bláskógabyggð. Dagskráin er sniðin fyrir fjölskyldufólk.

Aratunguleikarnir í Gröfuleikni þar sem gröfustjórar leysa fjölbreyttar þrautir, knattþrautir í boði KSÍ, bollaspá, leiktæki, markaður og kaffisala kvenfélags Biskupstungna, sirkuslistamenn frá Sirkus Íslands mæta með grín og glens og Karitas Harpa Davíðsdóttir syngur.  

Um kvöldið er síðan dansleikur í Aratungu þar sem Stuðlabandið leikur fyrir dansi.

Allir velkomnnir en nánari upplýsingar um dagskrána má fá á upplýsingavef uppsveitanna.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti