Eitthvað fyrir alla á Hafnardögum

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Líf og fjör á Hafnardögum.

Bæjarhátíðin Hafnardagar hófst í Þorlákshöfn í dag og stendur fram á laugardagskvöld. Þetta er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem allir aldurshópar finna eitthvað við sitt hæfi og geta skemmt sér saman.

Meðal annars er boðið bæði upp á sundlaugarpartí og sundlaugarkósí, harmonikkuball, sápurennibraut og sápufótbolta.

Á föstudagskvöldið verður skrúðganga úr hverfum sem endar með skemmtidagskrá í skúðgarðinum. Þar verða fallegustu og frumlegustu skreytingarnar verðlaunaðar, Jón Jónsson kemur fram og síðan verður varðeldur og brekkusöngur með Hlyni Ben Dagskránni í skrúðgarðinum lýkur með flugeldasýningu áður en blásið verður til lúðrasveitts partís með Jarli Sigurgeirssyni í Versölum.

Á laugardaginn verður dorgveiðikeppni, lasertag, fjölskyldudagskrá í skrúðgarðinum og tónleikar með Amabadama, svo eitthvað sé nefnt.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti