Duo Atlantica í Strandarkirkju

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Guðrún Jóh​anna​ Ólafsdótt​ir​ og Francisco Javier Jáuregui.​

„Mitt er þitt“ er yfirskrift næstu tónleika i tónleikaröðinni Englar og menn í Strandarkirkju. Þar kemur fram dúettinn Duo Atlantica en hann skipa mezzósópransöngkon​an Guðrún Jóh​anna​ Ólafsdótt​ir​ og spænsk​i​ gítarleikar​inn​ og tónskáldi​ð​ Francisco Javier Jáuregui.​

Á efnisskrá þeirra eru þjóðlög frá Íslandi, Spáni og Bretlandseyjum​. 

​Guðrún og Javier ​eru þekkt fyrir að skapa mikla nánd við áhorfendur, innlifun, frumlegt efnisval, heillandi framkomu, tilfinninganæma túlkun og áhugaverðar kynningar, sem færa hlustendur inn í heim hvers lags fyrir sig. ​ Þau komu fyrst fram saman árið 2002 í Guildhall School of Music and Drama í London, þaðan sem þau luku bæði mastersgráðum í tónlist. Síðan þá hafa þau komið reglulega fram í fjölmörgum tónleikasölum og á tónlistarhátíðum víðs vegar í Evrópu, Bandaríkjunum og Afríku.

​Englar og menn ​​stendur yfir alla sunnudaga í júlí kl. 14:00 og er nú haldin í fimmta sinn​ en hátíðinni í ár lýkur með lokatónleikum og messu þann 13. ágúst. Hátíðin í ár ​er ​glæsileg sönghátíð líkt og á undanfarin ár, þar sem fram koma margir fremstu söngvara og hljóðfæraleikara landsins ásamt ungum og upprennandi söngvurum. 

Í Strandarkirkju er einstakur hljómburður og helgi sem skapar hlýja stemningu og nálægð. Flytjendur sumarsins eru með það í huga við val á efnisskrá sinni sem er afar fjölbreytt og er í takt við anda og sögu staðarins.


  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti