María Huld Markan í sviðsljósinu

Önnur vika Sumartónleika í Skálholti hefst með tónleikum ungmenna- og þjóðarkórs Ástarlíu The Gondwana Singers á fimmtudagskvöld þann 13. júlí klukkan 20.

Kórinn flytur þar tónlist frá Ástralíu.

Um helgina, dagana 15.-16. júlí verður svo staðarstónskáldið María Huld Sigfúsdóttir Markan í sviðsljósinu ásamt Nordic Affect sem leikur forvitnilega barokktónlist og einnig ný verk m.a. eftir Maríu Huld og Höllu Steinunni Stefánsdóttur, listrænan stjórnanda Nordic Affect. Á tónleikum sunnudagsins klukkan 14 berst Nordic Affect liðsauki, tólf manna kammerkór, sem tekur þátt í frumflutningi á nýju verki Maríu Huldar.

Tónleikar Nordic Affect einkennast af nýstárlegri nálgun og frumleika í verkefnavali en hópurinn hefur frá upphafi flutt allt frá danstónlist 17. aldar til framsækinnar raftónlistar okkar tíma. Allir meðlimir hópsins eiga að baki langt nám í barokkhljóðfæraleik en auk starfsins með Nordic Affect hafa þeir leikið og hljóðritað með aðilum á borð við The English Concert, Concerto Copenhagen, Anima Eterna Brugge og Björk.

María Huld Markan Sigfúsdóttir er fædd árið 1980 og er fiðluleikari og tónskáld að mennt. Hún hefur verið meðlimur í hljómsveitinni amiinu til margra ára, ferðast með henni heimshorna á milli og flutt tónlist í ýmsum myndum.

Fyrri greinTilkynnt um neyðarblys við Þorlákshöfn
Næsta greinSamningar undirritaðir vegna Landsmóts 2020