Miðaldakvöldverður í Skálholti

Boðið verður upp á miðaldakvöldverð í Skálholti föstudaginn 23. júní. Byrjað verður með staðarskoðun í kirkjunni kl. 18 en kvöldverðurinn sjálfur hefst kl. 19.

Mikið er í lagt, matfanga aflað með sérstökum hætti víða af landinu og griðkonur í búningum reiða fram mat og vín (fordrykkur innifalinn). Veislustjóri er Halldór Reynisson starfandi rektor Skálholtsskóla og segir hann frá þeirri fornu matarkúnst sem kvöldverðurinn endurspeglar.

Miðaldakvöldverðurinn er mikil upplifun, eins og sjá má í umfjöllun Landans í Ríkissjónvarpinu.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Skálholts.

Fyrri greinDaníel tryggði Árborg jafntefli
Næsta greinTöfrandi tilraunaverkefni í Þorláksskógum