Vortónleikar blokkflautusveitar TÁ

Eldri blokkflautusveit Tónlistarskóla Árnesinga heldur tónleika í sal skólans að Eyravegi 9 fimmtudaginn 25. maí, á uppstigningardag, kl. 14:00.

Dagskráin spannar tímabilið frá 16. öld til nútímans, eftir erlend sem innlend tónskáld, konur jafnt sem karla.

Tilefni tónleikanna er námsferð sveitarinnar til Hollands í júní.

Stjórnandi blokkflautusveitarinnar er Helga Sighvatsdóttir.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir, en frjáls framlög eru vel þegin.

Fyrri greinÁlft fóstrar tvo fallega gæsarunga
Næsta greinFjölskyldan frítt í útilegu