Chrissie Thelma og Einar Bjartur spila í Hlöðunni

Laugardaginn 27. maí kl. 15:00 halda Chrissie Thelma Guðmundsdóttir fiðluleikari og Einar Bjartur Egilsson píanóleikari tónleika í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð.

Á efnisskránni verða m.a. verk eftir Brahms, Wieniawski og hinn þekkti Czardas Monti. Einnig frumflytja þau verk sem Einar Bjartur hefur samið fyrir þetta tilefni.

Bæði Chrissie Thelma og Einar Bjartur eru nýkomin heim úr framhaldsnámi erlendis. Chrissie Thelma kennir á fiðlu við Tónlistarskóla Rangæinga og Einar Bjartur kennir á píanó við Tónlistarskóla Árnesinga.

Börn og unglingar fá ókeypis inn á tónleikana en aðgangur er 2000 kr. og ekki tekin greiðslukort.

Menningarstarf að Kvoslæk nýtur stuðnings STASS.

Fyrri greinÁrborg og Hrunamenn töpuðu
Næsta greinGuðjón og Gísli áfram í stjórn