Síðasta sýningarhelgi á Sólheimum

Leikfélag Sólheima sýnir þessa dagana nýtt íslenskt barnaleikrit, Ævintýrakistan. Nú eru bara tvær sýningar eftir, laugardaginn 29. apríl og lokasýning sunnudaginn 30. apríl.

Höfundur er leikstjórinn Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson og tónlistina semur Þröstur Harðarson, kokkur á Sólheimum.

Í Ævintýrakistunni eru sett saman þrjú þekkt Grimms ævintýri, Gullgæsin, Stígvélaði kötturinn og Brimarborgarhljómsveitin.

Rúmur helmingur íbúa og starfsmanna Sólheima koma á einhvern hátt að sýningunni.

Sýningar eru í Íþróttaleikhúsinu á Sólheimum, byrja kl. 14:00 og taka um klukkutíma. Miðasalan er í síma 847 5323 eða solheimar@solheimar.is.

Opið verður í kaffihúsinu Grænu könnunni og versluninni Völu á sýningardögum.

Fyrri greinStefán hættir sem þjálfari – nýtur ekki fulls trausts leikmanna
Næsta greinVortónleikar Jórukórsins í Skálholti og á Selfossi