Njála lifir enn

Sunnudaginn 26. mars næstkomandi verður haldið málþing í Sögusetrinu á Hvolsvelli í tilefni af 20 ára starfsafmæli Sögusetursins.

Á málþinginu verða erindi um fortíð, nútíð og framtíð setursins ásamt áhugaverðum tengingum við ferðaþjónustuna í héraði, umfjöllun um Njálurefilinn og skemmtilegum pistli Guðna Ágústssonar um Hallgerði Langbrók.

Málþingið hefst klukkan 13:45 og eru allir hjartanlega velkomnir aðgangur er ókeypis og boðið uppá veitingar í lok dagskrár.

Sögusetrið á Hvolsvelli er elsta setur sinnar tegundar á Íslandi. 4 ár eru síðan hafist var handa við að sauma Njálurefil en listamaðurinn Kristín Ragna Gunnarsdóttir teiknaði myndir úr Njálssögu af hetjum í héraði saumaðir hafa verið liðlega 50 metrar af þeim 90 metrum en það er heildarlengd refilsins.

Fyrri greinLögreglan og skatturinn í eftirlitsferð
Næsta greinHanna með slitið krossband