Fjallkóngarnir fá aukasýningar

Um helgina verða aukasýningar í Selfossbíói á heimildarmyndinni „Fjallkóngar“, sem fjallar um líf bænda í Skaftártungu í Skaftárhreppi.

„Myndin var í sýningu hjá okkur um síðustu helgi og viðtökurnar voru þvílíkt góðar þannig að það var ekki spurning að bæta við sýningum. Þetta er einstök mynd og það er óhætt að mæla með henni,“ sagði Axel Ingi Viðarsson, eigandi Selfossbíós, í samtali við sunnlenska.is.

Myndin verður sýnd frá föstudegi til sunnudags, alls níu sýningar, en sýningartímana má sjá á heimasíðu Selfossbíós.

Fjallkóngar er gerð af kvikmyndagerðarmanninum Guðmundi Bergkvist Jónssyni, og tók hann sér tæplega fimm ár til að gera myndina. Þar af fór hann þrjár fjallferðir að hausti með bændum úr Skaftártungunni. Í myndinni eru fjórir bændur í forgrunni, og það kemur vel fram í henni hversu ólíkir þeir eru.

Fyrri greinKristjana með tvær tilnefningar
Næsta greinÞórsarar gáfu eftir í lokin