Lóur heimsækja Húsið

Á sunnudaginn, þann 18. desember kl. 15 heimsækja Lóur, sönghópur skipaður sex sunnlenskum söngkonum, jólasýninguna í Húsinu á Eyrarbakka og syngja nokkur jólalög.

Gömul jólatré úr safneign prýða sýninguna með elsta jólatré landsins í öndvegi. Skautar og sleðar fá einnig rými á jólasýningunni þetta árið og minna okkur á hve gaman er að leika sér í frosti og snjó.

Jólasýning Byggðasafns Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka verður opin kl. 13-17 á sunnudag. Heitt verður á könnunni og aðgangur ókeypis.

Fyrri greinAðventustund Vina alþýðunnar á Eyrarbakka
Næsta greinSelfoss í 8-liða úrslitin