Jólabasar og kertafleyting á Laugarvatni

Árlegur jólabasar kvenfélags Laugdæla verður haldinn laugardaginn 26. nóvember. Sama dag verður kveikt á jólaljósunum í Bjarnalundi og kertum fleytt á Laugarvatni.

Kl. 13:30 verður dagskrá í Bláskógaskóla þar sem jólamarkaður kvenfélagsins verður haldinn. Söngkór Miðdalskirkju syngur jólalög ásamt viðstöddum og selt verður kaffi, kakó og vöfflur með rjóma.

Kl. 17:00 verður kveikt á jólaljósunum og sungin jólalög í Bjarnalundi og kl. 17:30 verður kertafleyting og aðventustemmning við vatnið. Laugarvatn Fontana býður upp á heitt súkkulaði með rjóma og piparkökur.

Þennan dag verður tilboð, tveir fyrir einn, í Laugarvatn Fontana. Laugdælir eru allir hvattir til þess að skreyta húsin sín fyrir 26. nóvember og njóta aðventunnar.

Fyrri greinRafhleðslustöð í öll sveitarfélög
Næsta grein„Við græðum svo mikið á því að hjálpast að og vinna saman“