Menningarmánuðurinn hefst á fimmtudag

Sveitarfélagið Árborg.

Menningarmánuðurinn október í Sveitarfélaginu Árborg hefst formlega næstkomandi föstudag, 7. október kl. 17:00 við Sundhöll Selfoss þegar ný söguskilti um Sundhöllina og mannlífið í lauginni verða afhjúpuð.

Í framhaldinu hefst röð viðburða út mánuðinn sem eru fjölbreyttir svo flestir ættu að finna sér eitthvað við hæfi. Sjá má dagskrá hér að neðan.

7. október Söguskilti við Sundhöll Selfoss kl. 17:00
Formleg opnun menningarmánaðarins október 2016 og afhjúpun söguskilta við Sundhöll Selfoss. Söguskiltin sýna myndir af byggingarsögu Sundhallar Selfoss ásamt myndum úr leik og starfi í Sundhöllinni.

8. október Valgeir Guðjónsson – Saga Music Hall á Eyrarbakka kl. 16:00
Notalegir eftirmiðdagstónleikar í gamla frystihúsinu. Valgeir spjallar við gesti og spilar mörg af sínum þekkstu lögum í bland við ný. Frítt inn.

13.október Opnun göngu- og hjólastígsins mili Eyrarbakka og Stokkseyrar kl. 10:30
Nemendur í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri afhjúpa nafnið á stígnum að lokinni nafnasamkeppni. Viðburðurinn fer fram á miðjum stígnum nálægt brúnni yfir Hraunsá kl. 10:30.

16.október „Danskt kvöld í Tryggvaskála“ kl. 15:00 – 17:00
Norræna félagið á Selfossi og nágrenni býður í menningarveislu í Tryggvaskála sunnudaginn 16. október kl. 15-17. Húsið opnar klukkan 14.30 með kaffi og tilheyrandi. Í boði verður blönduð dagskrá með ljóðalestri, tónlist og vídeólist, flutta á dönsku, ensku og íslensku. Frítt inn.

22. – 23. október Póstkortasýning í Húsinu á Eyrarbakka kl. 12:00-16:00
Byggðasafn Árnesinga með póstkortasýningu í Húsinu. Aðgangseyrir 500 kr. og póstkort og frímerki innifalið. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna.

23. október Súputónleikar í Barnaskólanum á Stokkseyri kl. 12:00
Súputónleikar þar sem nemendur skólans ásamt einstaka starfsmanni og foreldri spila og syngja til styrktar tónmenntakennslu við skólann. Tekið er við frjálsum framlögum í verkefnið. Súpa og brauð gegn vægu gjaldi. Frítt inn.

27. október „Stokkseyrardísa og sögur af Stokkseyringum“ – Menningarverstöðin á Stokkseyri kl. 19:30
Menningarkvöld í samvinnu við 825 Þorparar. Sögð saga Stokkseyradísu ásamt öðrum skemmtilegum sögum af Stokkseyringum. Margrét Frímannsdóttir stýrir kvöldinu. Skemmtilegar sögur, tónlist og fleira. Frítt inn.

28. október „Söngvarar í fortíð og nútíð“ – Hvíta Húsið á Selfossi kl. 21:00
Söngvarar ættaðir, búandi eða tengdir Sveitarfélaginu Árborg munu stíga á stokk með hljómsveit hússins. Einstakt kvöld með sögum og myndum af poppurum fyrri tíma og nútíðar og mun léttleikinn ráða ríkjum. Húsið opnar kl. 20:30. Frítt inn.

Fyrri greinFengu Herbert eftir Facebook-færslu
Næsta greinFerðaþjónustan: Meira þarf til