Útiljósmyndasýning 860+ á miðbæjartúninu

Eins og undanfarin ár hefur Ljósmyndaklúbburinn 860+ sett upp útiljósmyndasýningu á miðbæjartúninu á Hvolsvelli. Sýningin var formlega opnuð á hátíðarhöldunum 17. júní sl.

Sem fyrr er sýningin glæsileg en ljósmyndararnir búa allir eða eiga rætur sínar að rekja í Rangárþing eystra.

Útisýningin setur alltaf mikinn svip á miðbæjarsvæðið og eru gestir á Hvolsvelli hvattir til að leggja leið sína niður á miðbæjartún og skoða sýninguna.

Sýningin verður uppi í allt sumar.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Dýrbítar á ferð í Fljótshlíðinni
Næsta greinAlltaf þörf á renniverkstæðum