Mikið um að vera á bókasafninu

Fimmtudaginn 19. nóvember verður mikið um að vera á Bókasafninu á Selfossi.

Við byrjum á því að fá hana Kiddý okkar í heimsókn kl. 16:30 þá les hún væntanlega einhverja jólalegar sögur fyrir börnin. Síðan fáum við góðan gest Ásmund Friðriksson alþingismann og rithöfund. Hann er að gefa út bók um Hrekkjalómafélagið í Vestmanneyjum. Það verður örugglega glatt á hjalla þegar Ási mætir kl. 17 og spjallar við gesti og les upp úr bókinni sinni.

Jólaljósin verða svo tendruð á tröppunum hjá okkur kl. 18:00 og skátarnir gefa gestum og gangandi kakósopa og hver veit nema við eigum piparkökur til að auka á jólastemminguna.

Jólabókakveðjur frá Bókasafninu.

Fyrri greinAukum eldvarnir á aðventunni
Næsta greinFjórar í U20 og Kristrún í afrekshópi