Írsk þjóðlagatónlist og villt barokk í Skálholti

Í kvöld, fimmtudaginn 23. júlí kl. 20, leikur Corpo di Strumenti fiðlusónötur í Skálholtskirkju eftir einn villtasta og áræðnasta könnuð fiðlunnar, hinn tékknesk-austurríska Heinrich Ignaz Franz von Biber.

Á laugardaginn 25. júlí kl. 15 flytja meðlimir út White Raven, Rakel Edda Guðmundsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir söngkonur tónlist eftir Huga Guðmundsson, Claudio Puntin og Snorra Sigfús Birgisson, ásamt Gerði Gunnarsdóttur, Herdísi Önnu Jónsdóttur, Guðnýju Jónasdóttur, Steef van Oosterhaut og Claudio Puntin.

Á undan tónleikunum, kl. 14, fjallar Claudio Puntin um tónlist sína í tónum og tali í Skálholtsskóla. Tónleikarnir verða endurteknir á sunnudaginn kl. 15.

Á seinni tónleikum laugardagsins kl. 17 kemur fram söngtríóið White Raven sem flytur írsk og skosk þjóðlög. Meðlimir White Raven eru Kathleen Dineen, Robert Getchell og Mathias Spoerry.

Fyrri greinBjörgvin byrjar vel á heimsleikunum
Næsta greinLenti í sjálfheldu á Einhyrningi