UniJon í Sólheimakirkju

Dúettinn UniJón heldur tónleika í Sólheimakirkju í dag, laugardaginn 18. júlí kl. 14:00.

Dúettinn UniJon samanstendur af tónlistarfólkinu Unni Arndísardóttur og Jóni Tryggva Unnarssyni. Þau hófu samstarf árið 2009 og hefur það samstarf leitt af sér sólóplötur þeirra, dúettplötu og brúðkaup. Þau hafa ferðast á þessum árum þvers yfir Bandaríkin og kruss eftir Evrópu að kynna tónlist sína.

Tónlist UniJon er hjartnæm og miðar að því að fá áheyrandann til að njóta líðandi stundar í takt við angurværa tónlist þeirra um ástina og lífið. Þau vilja ólm minna fólk á (og sig sjálf) að lífið er ekki endilega eins alvarlegt og við teljum það vera í dagsins önn.

Verið öll hjartanlega velkomin á Menningarveislu Sólheima. Ókeypis aðgangur.

Fyrri greinAukið eftirlit á Hellisheiði
Næsta greinSelfossbíó fær vínveitingaleyfi