Svavar Knútur og Kristjana í Eyrarbakkakirkju

Vinirnir og söngvaskáldin Svavar Knútur og Kristjana Stefáns koma saman á miðsumarstónleikum í Eyrarbakkakirkju, miðvikudaginn 1. júlí og eiga saman dásamlega dúettastund.

Sérstakir gestir þeirra verða söngvaskáldin og hjónin UniJon.

Kristjana og Svavar Knútur hafa undanfarin ár vakið verðskuldaða athygli fyrir stórskemmtileg dúettakvöld. Þar ríkir bæði gleði og angurværð ásamt örlitlum fíflagangi og bera þau vinirnir á borð fjölbreytta dagskrá dúetta, sem rúmar allt frá Abba til Dolly Parton með viðkomu hjá Nick Cave og Páli Ísólfssyni, auk frumsaminna laga og hinna ýmsu gleði- og tregabomba.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og er aðgangseyrir 2.500 kr. Frítt er fyrir börn.

Fyrri greinSnorri og Ívar í góðum málum
Næsta grein„Það truflaðasta sem ég hef gert“