Tónar og trix safna á Karolina Fund

Eins og sunnlenska.is hefur greint frá áður stendur sönghópurinn Tónar og Trix í Ölfusi í stórræðum þessa dagana.

Þau eru búin að taka upp plötu með þjóðþekktum tónlistarmönnum sem stendur til að gefa út í maí.

Til þess að auðvelda vinnuna við að fjármagna þetta verkefni hefur verið sett upp söfnunarsíða á Karolina Fund þar sem áhugasamir geta lagt verkefninu lið með einföldum hætti lagt verkefninu lið og fengið í staðinn geislaplötur, tónleikamiða, boð í útgáfupartý og fleira og fleira.

Útgáfutónleikarnir verða tvennir. Í Þorlákskirkju sunnudaginn 31. maí og í Gamla bíó þriðjudaginn 2. júní.

Söfnunarsíðan á Karolina Fund.

TENGDAR FRÉTTIR:
Búið að taka upp fyrsta geisladiskinn

Fyrri greinLionsklúbburinn gaf Ási skoðunarbekk
Næsta greinHestafjör á sunnudaginn