Fanndís Huld sýnir í bókasafninu

Listakonan Fanndís Huld Valdimarsdóttir opnar í dag sýningu í Bókasafni Árborgar á Selfossi en Fanndís vinnur skart og muni í keramik, gler.

Hún hefur mikinn áhuga á gömlu handverki og aðferðum. Keramik-glerperlugerð og glerblástur eru með elstu listformum sem finnast og hún blandar þeim gjarnan við aðrar greinar.

Fanndís segir að vinna með aðferðir og að þróa tækni líkt og voru notuð fyrr á tímum í sambland við nútíma tækni, sé afar gefandi og gefi af sér skemmtileg karakter einkenni sem eru stöðugt í þróun.

Fanndís hefur numið list sína víða, meðal annars var hún við nám frá 2006-2009 glerblástur við Riksglasskolan Orrefors í Svíðþjóð og sótt námskeið hjá Danmark Design og hjá Rebeccu Heap í Svíðþjóð. Hún hefur tekið þátt í útstillingum í Glass Museum í Vaxsjö, og hjá Myndlistakóla Reykjavíkur og samvinnu Mótunar námsins og Postulíns verksmiðjunnar Kahla Þýskalandi.

Frekari upplýsingar má sjá um Fanndísi á www.fanndis.com og á fésbókarsíðu undir hennar nafni.

Hún er með verkstæði í gömlu mjólkurhúsi á Brúnastöðum í Flóahreppi þar sem hún býr. Sýningin í Bókasafni Árborgar stendur til 23. apríl.

Fyrri greinStraumlaust í Rangárþingi
Næsta greinFrekari framkvæmdir við Austurveginn á Selfossi