Hraði og hlátur í fínum farsa

Næstkomandi föstudag frumsýnir Leikfélag Selfoss leikritið „Bót og betrun“ eftir Michael Cooney í leikstjórn Jóns Stefáns Kristjánssonar, sem nú stýrir sinni fimmtu uppfærslu hjá félaginu.

Verkið er klassískur breskur farsi þar sem mikið reynir á tímasetningar leikara, en ef marka má hvernig til hefur tekist á æfingum undanfarið er ljóst að gestir í sal eiga von á að þurfa að hlæja og hugsa hratt til að geta fylgst með öllu sem þarna fram fer.

Jón Stefán leikstjóri er ánægður með hópinn og segir verkið eiga vel heima í hópi farsa sem allir ættu að geta skemmt sér yfir.

Bót og betrun segir frá Eric Swan sem grípur til bótasvika þegar hann missir vinnuna. Hins vegar fer svindlið úr böndunum og kemst Eric að því að stundum er auðveldara að komast á bætur en af þeim þegar boltinn er einu sinni farinn að rúlla.

Tíu leikararar fara með hlutverk á sviðinu en margir fleiri koma að sýningunni eins og jafnan.

Fyrri greinSkora á SA að sýna launþegum virðingu
Næsta greinForeldrar vilja fá borgað fyrir að keyra börn sín í leikskólann