Klukkur og úr á sýningu í Þorlákshöfn

„Klukkurnar eru af öllum stærðum og gerðum, allt frá litlum vasaúrum og upp í stóra stofuklukku,“ segir Barbara Guðnadóttir, menningarfulltrúi Ölfuss um klukku- og úrasýningu sem opnar í dag, fimmtudaginn 15. janúar kl. 18:00 í Gallerí undir stiganum í Þorlákshöfn.

Það er hinn laghenti Þorlákshafnarbúi Þórarinn Grímsson sem ætlar að sýna klukkusafnið sitt, en hann hefur safnað klukkum og úrum í fjölmörg ár og telur safnið í dag um 120 klukkur.

Boðið verður upp á kaffi og konfekt við opnunina, sem allir eru velkomnir á.

Fyrri greinGestirnir sterkari í Frystikistunni
Næsta greinEitthundrað keppendur á aldursflokkamóti