Partur af jólastemmningu Sunnlendinga

Jólakvartett Kristjönu Stefáns verður með sína árlegu jóladjasstónleika í Tryggvaskála á Selfossi í kvöld, laugardagskvöld kl. 21:00.

Jóladjassinn hefur um árabil verið partur af jólastemmningu Sunnlendinga.

Kvartettinn skipa sem fyrr þau Kristjana Stefánsdóttir, söngur, Vignir Þór Stefánsson, píanó, Smári Kristjánsson, bassi og Gunnar Jónsson, trommur.

Miðaverð er 2.000 krónur og tónleikagestir eru beðnir um að hafa það í huga að enginn posi er á staðnum.

Fyrri greinÁstandið slæmt hjá allt of mörgum
Næsta greinDregið í jólahappdrætti unglingaráðs