Jóhannes skrifar gamansögur úr Árnesþingi

Út er komin bókin Gamansögur úr Árnesþingi eftir Jóhannes Sigmundsson í Syðra-Langholti. Gamansögur úr Árnesþingi segja af óborganlegum Hreppamönnum, spekingslegum Laugvetningum, tannhvössum vinnukonum og mishittnum stjórnmálaskörungum.

Við hittum hér fyrir Ólaf í Geldingaholti, Brynjólf á Ólafsvöllum, Martein byggingafulltrúa, Sveinbjörn í Hruna og Sigga Tomm. En líka yngri kynslóð þar sem fara vaskir garpar eins og Sigurður Ingi ráðherra, Gunnar á Heiðarbrún og hundurinn Hringur í Garði.

Gamansögurnar eru fyrsta bók Jóhannesar Sigmundssonar sem er fæddur 1931 og landskunnur fyrir félagsmálastörf og forystu í ferðaþjónustu.

Bókin er 132 síður og útgefandi er Bókasmiðjan Selfossi.

Fyrri greinSelfoss varð undir í Suðurlandsslagnum
Næsta greinÓmar Diðriks og Sveitasynir gefa út geisladiskinn „Lifandi“