Hrafnhildur Inga og Hallur Karl á Art Copenhagen

Sunnlendingarnir Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir og Hallur Karl Hinriksson eru tveir af fjórum íslenskum listamönnum sem Gallerí Fold mun kynna á listakaupstefnunni Art Copenhagen sem fram fer í Kaupmannahöfn um næstu helgi.

Fjórir íslenskir listamenn sýna verk sín á sýningarsvæði Gallerís Foldar á meðan á listakaupstefnunni stendur. Það eru auk Hrafnhildar Ingu og Halls þeir Haraldur Bilson og Nikhil Nathan Kirsh. Þá mun Gallerí Fold einnig kynna sérstaklega aðra listamenn sem eru á vegum gallerísins.

Á annan tug þúsunda gesta heimsækja Art Copenhagen ár hvert en nú munu nærri sextíu gallerí frá mörgum löndum Evrópu taka þátt.

Fyrri greinSelfyssingum spáð í umspil
Næsta greinKanna þörf á lengri opnunartíma