Elísabet sýnir á Café Mezzó

Síðustu tvo mánuði hefur staðið yfir málverkasýning á Café Mezzó á 2. hæð Lækjargötu 2 í Reykjavík. Elísabet Helga Harðardóttir hefur sýnt þar akrýlmálverk á striga og pappír og grafíkmyndir.

Myndefnið hefur verið hún sjálf, fjölskylda, vinir, sögur og ævintýri. Nú á næstu dögum verður fjölskyldumyndunum skipt út fyrir landslags- og fleiri sjálfsmyndir.

Elísabet er myndlistarkennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Síðasta ár var hún í námsorlofi og nam við Engelsholm lýðháskóla fyrir list og handverk á Jótlandi. Kennari hennar við skólanum var Bente Stamp myndlistarkennari og listmálari.

Myndirnar voru málaðar í námsorlofinu bæði í Danmörk og hér á landi.

Sýningin verður fram yfir miðjan september.

Fyrri greinGolfkúlur valda skemmdum í Hveragerði
Næsta greinSigríður ráðin leikskólastjóri