Aldamótahátíð á laugardaginn

Hin árlega Aldamótahátíð á Eyrarbakka fer fram laugardaginn 9. ágúst nk. á Eyrarbakka. Hátíðin er vegleg að vanda.

Dagskráin hefst með skrúðgöngu kl. 11:00 sem fer frá Barnaskólanum en gengið er að kjötkötlunum þar sem boðið verður upp á kjötsúpu.

Fjölmargir aðrir viðburðir verða þennan dag og má nefna opinn garð að Túngötu 57, pútnahús við Stað, fiskverkun um aldamótin á planinu við Stað og gifting í pútnahúsinu en það eru sigurvegarar í fegurðasamkeppni hænsna sem eru gefin saman.

Söfnin á staðnum eru opin og með tilboð í tilefni dagsins. kl. 18:00 er slegið upp opnu grilli við Stað og um kvöldið er aldamótadansleikur í Rauða Húsinu.

Fyrri greinSirkus Íslands á Selfossi um helgina
Næsta greinVeiðidagur fjölskyldunnar í Ölfusá