Bachsveitin í Skálholti

Bachsveitin í Skálholti kemur fram á Sumartónleikum föstudaginn 18. júlí kl. 20 og laugardaginn 19. júlí kl. 16 og 21.

Leiðari sveitarinnar er Peter Spissky en einleikarar með Bachsveitinni að þessu sinni verða Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona og Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari.

Dagskráin sem leikin er á föstudagskvöld verður endurtekin á laugardagskvöld og verður þar hinn ítalski barokkstíl ráðandi. Þá verða m.a. aríur eftir Händel og sinfóníur eftir Vivaldi á dagskrá.

Á laugardaginn kl. 16 gefst svo tónleikagestum tækifæri á því að upplifa samruna hins ítalska stíls við þann franska, en á barokktímanum var oft rifist um hvor stíllinn væri betri. Þessi blandaði stíll er nú á dögum oft kallaður þýskur stíll. Á dagskrá eru m.a. verk eftir Lully, Telemann og Muffat.

Fyrri greinTíu Rangæingar sneru leiknum við
Næsta greinFjórtán milljóna halli á rekstrinum