Páskabingó í Sunnulækjarskóla

Fimmtudaginn 10. apríl verður haldið páskabingó í Sunnulækjarskóla á Selfossi. Bingóið er haldið til styrktar 10. bekk sem hyggur á útskriftarferð í vor.

Bingóið hefst kl. 18:30 og eru glæsilegir vinningar í boði. Fyrirtæki á Selfossi og nágrenni hafa tekið vel á móti krökkunum og vilja þau koma sérstöku þakklæti til þeirra fyrirtækja sem lagt hafa bingóinu lið.

Sem dæmi um vinninga sem verða í boði má nefna gistingu með morgunverði fyrir tvo á Frost og Funa í Hveragerði, hestasýningu í Fákaseli og páskaegg. Auk þessa gefa Húsasmiðjan, Byko, MS, Guðnabakarí, Íslandsbanki, A4, Riverside Spa, Jötunn, Mensý, Kaffi Krús, KFC, VISS, Karl úrsmiður, Sólning, Do Re Mí og Pylsuvagninn glæsilega vinninga.

Spjaldið kostar aðeins 500 kr. Kaffi, Svali og vöfflur verða seldar á staðnum.

Nemendur 10. bekkjar hvetja alla til að mæta, styrkja þau og eiga möguleika á glæsilegum vinningum.

Fyrri greinFá ekki leyfi fyrir rafrænni kosningu
Næsta greinHeimsviðburður framundan á 800Bar