Hamarsmenn sterkari í lokin

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Everage Richardson var stigahæstur hjá Hamri með 32 stig. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss og Hamar mættust í hörkuleik á Selfossi í 1. umferð 1. deildar karla í körfubolta í gærkvöldi.

Hamar byrjaði leikinn betur en heimamenn náðu góðu áhlaupi í 2. leikhluta og sneru leiknum sér í vil. Staðan var 43-37 í leikhléi.

Stemmningin var með gestunum í 3. leikhluta en Selfoss hélt forystunni þangað til á lokasekúndum leikhlutans. Hamar tók þá 9-2 áhlaup og staðan var 63-63 þegar síðasti fjórðungurinn hófst.

Hann var æsispennandi en Hamar hafði sterkari taugar á lokasekúndunum og náðu Hvergerðingar að breyta stöðunni úr 76-79 í 80-90 á síðustu tveimur mínútunum. Lokatölur urðu 81-90.

Everage Richardson var stigahæstur hjá Hamri með 32 stig, Gabríel Möller skoraði 16, Florijan Jovanov 13 og Dovydas Strasunskas 10.

Hjá Selfyssingum var Björn Ásgeir Ásgeirsson stigahæstur með 22 stig og þeir Maciek Klimaszewski og Matej Delinac skoruðu báðir 17 stig.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti