Ægismenn fallnir

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lið Ægis er fallið niður í 4. deild karla í knattspyrnu en liðið tapaði í dag á heimavelli gegn KFG, 2-3.

Gestirnir komust yfir á 18. mínútu en Diego Minguez jafnaði metin á 28. mínútu og staðan var 1-1 í hálfleik.

KFG skoraði snemma í seinni hálfleiknum en Emanuel Nikpalj jafnaði stuttu síðar fyrir Ægi. KFG skoraði svo sigurmarkið á lokamínútu leiksins.

Sigur hefði ekki dugað Ægi í dag því á sama tíma vann Sindri Einherja og þannig gulltryggðu Hornfirðingar sæti sitt í deildinni. Ægir er sjö stigum á eftir Sindra í botnsætinu þegar ein umferð er eftir.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti