Fjórir sæmdir gullmerki á afmælishátíð GÚ

Golfklúbburinn Úthlíð hélt upp á 25 ára afmæli sitt í júní síðastliðnum með veglegu afmælismóti og glæsilegum hátíðarkvöldverði. Fjölmenni mætti á báða viðburðina þrátt fyrir mikla úrkomu.

Á stofnfundi Golfklúbbs Úthlíðar árið 1993 mættu 10 aðilar og þar af voru 5 kjörnir í stjórn. Mest hefur félagafjöldinn farið upp í 220 en í dag eru skráðir félagar um 140. Klúbburinn er því í 26. sæti yfir fjölmennustu klúbba landsins. Klúbburinn hefur stækkað jafnt og þétt sem er viðurkenning á umhirðu vallarins sem og því félagsstarfi sem á sér stað á svæðinu.

Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, veitti fjórum félagsmönnum GÚ heiðursmerki fyrir framlag þeirra til golfíþróttarinnar. Hjörtur Fr. Vigfússon, Rúnar J. Árnason, Þorsteinn Sverrisson og Björn Sigurðsson fengu allir gullmerki GSÍ.

Fyrri greinDrottningarkaka
Næsta greinÖrkin orðin eitt stærsta hótel landsbyggðarinnar