Metaregn hjá Thelmu á beggja handa kastþraut

Thelma Björk Einarsdóttir Umf. Selfoss var á meðal þátttakenda á beggja handa kastþraut sem haldinn var í Kópavogi 22. ágúst síðastliðinn.

Í kastþrautinni kasta keppendur kúlu, spjóti og kringlu bæði með hægri og vinstri hendi og gildir samanlögð lengd kasta hvorrar handar úr hverri umferð.

Thelma setti ellefu HSK met í þrautinni í flokki 20 – 22 ára og í kvennaflokki. Hún fékk samtals 2.970 stig og bætti þar með ársgamalt HSK met Huldu Sigurjónsdóttir í kvennaflokki.

Thelma kastaði kúlunni 19,25 metra, kringlan sveif samtals 58,29 metra og í spjóti var vegalengdin 47,11 metrar.

Fyrri greinEfnileg ungmenni skrifuðu undir samninga
Næsta greinÍbúð í raðhúsi reykræst