Efnileg ungmenni skrifuðu undir samninga

Á dögunum skrifuðu fjórir strákar úr 3. og 4. flokki og sex stúlkur úr 3. flokki undir samning við handknattleiksdeild Selfoss.

Það voru þeir Hannes Höskuldsson, Haukur Páll Hallgrímsson, Tryggvi Þórisson og Reynir Freyr Sveinsson. Þeir Tryggvi og Haukur Páll dýfðu tánum í meistaraflokkslaugina á síðasta tímabili, en þeir Hannes og Reynir eru að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokk og allir verða þessir ungu og efnilegu strákar hluti af sterkum hóp meistaraflokks karla í vetur.

Kvennamegin endurnýjuðu stúlkurnar samninga sína til tveggja ára. Þetta eru þær Sigríður Lilja Sigurðardóttir, Elín Krista Sigurðardóttir, Rakel Guðjónsdóttir, Katla María Magnúsdóttir, Agnes Sigurðardóttir og Sólveig Erla Oddsdóttir. Þær voru allar viðloðandi meistaraflokk að einhverju leyti í fyrra og munu verða það áfram í vetur. Meistaraflokkur kvenna er skipaður ungum og efnilegum leikmönnum og nánast eingöngu heimamönnum. Stúlkurnar eru á myndinni hér að neðan en á hana vantar Sólveigu Erlu.

Fyrri greinKristjana sveitalistamaður Rangárþings eystra
Næsta greinMetaregn hjá Thelmu á beggja handa kastþraut